Viðskiptablaðið – Breiðholtið skreytt

Hér ætla ég ekki að dæma um ágæti verksins, enda hef ég ekki séð það í heild sinni með berum augum og er þess vegna ekki dómbær á það. Heldur ætla ég ekki að tjá mig um eina klisjukenndustu umræðu Íslands um að stuðningur hins opinbera við listir sé peningaeyðsla. Mér er mun frekar hugleikinn rótgróinn misskilningur varðandi myndlistina – að hún þjóni einungis hlutverki sem skraut, að hún sé bara til að fegra umhverfi sitt. Þá á ég ekki við að list eigi alltaf að vera í formi flókinna innsetninga, heldur á ég við að takist henni vel til þá er hlutverk hennar í því að fegra umhverfið oft það sem er áhrifaminnst í fari hennar. Í því ljósi er hægt að setja spurningamerki við það hvort stór útilistaverk séu endilega besta leiðin til að bæta listalíf Breiðholtsins.

via Viðskiptablaðið – Breiðholtið skreytt.