Útgáfuboð bókarinnar Öræfi eftir Ófeig Sigurðsson – Hlemmur Square, fimmtudaginn 23. október kl. 17

„Sagt er að jökullinn skili sínu, það sem hann eitt sinn gleypi komi um síðir í ljós aftur.“

Kætist með okkur kæru vinir! Við fögnum magnaðri nýrri skáldsögu Ófeigs Sigurðssonar, Öræfi, á Hlemmur Square fimmtudaginn 23. október kl. 17.

Léttar veitingar í boði og allir velkomnir!

Vorið 2003 kemur ungur maður örmagna og blóðugur inn í Þjónustumiðstöðina í Skaftafelli eftir hrakninga á öræfum. Hann heitir Bernharður Fingurbjörg, austurrískur örnefnafræðingur, og erindi hans til landsins var að halda í rannsóknarleiðangur inn á Vatnajökul og vitja um vettvang hroðalegs glæps sem framinn var tuttugu árum fyrr og beindist meðal annars að móður hans.

Á köflum er þessi bók nokkurs konar sálumessa yfir Íslandi. Þetta er magnaður óður um öræfi landsins, öræfi mannssálarinnar og öræfi íslenskrar menningar. Hér skiptist á fjarstæðukennt grín og kraftmikil ádeila og allt vitnar um djúpa tilfinningu höfundar fyrir íslenskri náttúru og mannlífi gegnum aldirnar.

Ófeigur Sigurðsson hefur hlotið mikið lof fyrir bækur sínar og fékk Skáldsaga um Jón (2010) meðal annars Bókmenntaverðlaun Evrópusambandsins.

via Útgáfuboð bókarinnar Öræfi eftir Ófeig Sigurðsson – Hlemmur Square, fimmtudaginn 23. október kl. 17.