Það hætti að næða um sálarholuna | viðtal við Orra Harðarson

Ertu introvert?

„Já. Það stóð mér stundum fyrir þrifum. Árið 2005 gerði ég t.d. sólóplötu sem tilnefnd var sem plata ársins á Íslensku tónlistarverðlaunum. Og þá hélt ég ekki einu sinni útgáfutónleika. Menn sem kjósa að sitja hjá með slíkum hætti, þrífast einfaldlega ekki á svo litlum markaði. Þá gildir einu hversu góða dóma maður fær. Kannski fór ég öðrum þræði að skrifa til að losna við þessa framkomupressu sem ævinlega fylgdi á tónlistarferlinum. Ég ímynda mér allavega að bókabransinn hafi svolítið meira umburðalyndi gagnvart intróvertum. Gyrðir Elíasson er allavega ekki mikið að þvælast á milli mötuneyta til að lesa upp úr verkum sínum, held ég.“

via Það hætti að næða um sálarholuna | Akureyri.net.