Sviðslistakonur 50 plús með ljóðadagskrá í Iðnó | Kvennablaðið

Sviðslistakonur 50 plús hafa lagt undir sig gamla Iðnó og verða með einn mánudagsviðburð í hverjum mánuði í allan vetur. Nú er komið að október-ævintýrinu sem verður ljóðaflutningur mánudagskvöldið 13. október kl 20.00.

Þær sviðslistakonur sem ríða á vaðið eru þær Vilborg Halldórsdóttir, Þórunn Magnea Magnúsdóttir og Guðlaug María Bjarnadóttir. Ljóðin sem þær flytja verða flutt með dramatískri snerpu við fiðluundirleik.

via Sviðslistakonur 50 plús með ljóðadagskrá í Iðnó | Kvennablaðið.