STEF setur fjarskiptafyrirtækjum afarkosti | RÚV

STEF hefur gefið Símanum, Tali og 365 frest til miðvikudags til að svara því hvort þau ætla að loka á aðgang sinna notenda að torrent-vefsíðunum deildu.net og Pirate Bay. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í síðustu viku að sýslumaður skyldi setja lögbann á aðgang notenda Vodafone og Hringdu.

Höfundaréttarsamtökin bíða þess nú að sýslumaður, sem áður hafði hafnað lögbanni, taki lögbannskröfuna gegn Vodafone og Hringdu fyrir á ný. Í framhaldi af úrskurði héraðsdóms skoraði STEF á Símann, Tal og 365 að fylgja fordæminu og loka fyrir aðgang sinna notenda.

via STEF setur fjarskiptafyrirtækjum afarkosti | RÚV.