Sindri Freysson: Leikur að eldvörpu í bókaherberginu « Eyjan

Virðisaukaskattur á bækur í ESB löndunum 27 er er að meðaltali 7,83% en í Suður-Ameríku er hann enn lægri, eða 1,94% að meðaltali. Í Norður-Ameríku er enginn vaskur á bókum í Kanada. Flækjustigið í skattheimtu er hærra í Bandaríkjunum þar sem hún er mismunandi á milli ríkja, en söluskattar á vörur þar er 6,9% að meðaltali. Bretar, Írar, Norðmenn og Úkraínumenn leggja engan virðisaukaskatt á bækur.

4.

Lýst er eftir íslenskri menningarpólitík til langs tíma. Að frátöldum rekstri nokkurra veigamikilla menningarstofnana eru helstu afskipti ríkisins af íslenskri menningu þau „að búa í haginn fyrir starf sem aðrir eiga frumkvæði að og stuðla að því eftir föngum að slíkt frumkvæði fái notið sín,“ einsog segir í skýrslu menntamálaráðuneytis um menningarmál frá árinu 2006.  En á sama hátt og ríkisvaldið getur búið í haginn fyrir slíkt frumkvæði getur það ráðist á það og unnið á því spellvirki.

Boðuð áform um hækkun skatta á bókum er dæmi um slík skemmdarverk.

via Sindri Freysson: Leikur að eldvörpu í bókaherberginu « Eyjan.