Sigurður Guðmundsson: „Hugmyndin er óskaplega ofmetið fyrirbæri“

„Ég er hugmyndafælinn maður,“ segir Sigurður. „Í sköpunarferlinu reyni ég að sleppa því sem kallað er hugmynd, án þess þó að gera bara eitthvað. Hugmyndin er óskaplega ofmetið fyrirbæri. Fólk í myndlistarnámi segist oft vanta hugmyndir, en hugmynd er ekki upphaf neins heldur verkfæri fyrir eitthvað annað sem liggur á bak við hana. Það sama á við í viðskiptum, blaðamennsku, landbúnaði eða ástarlífinu. Hugmynd er gagnlegt verkfæri en hún er í þjónustu þess sem er undanfari hennar. Þar er mitt vinnusvið og þar eyði ég mestum tíma, en úr þeirri vinnu kemur hins vegar ekkert sjáanlegt.“

via „Hugmyndin er óskaplega ofmetið fyrirbæri“ – DV.