Vandamálið við frambærilegan texta, í einfaldasta og algengasta skilningi þess hugtaks – það er að segja þeim skilningi að textinn sé læsilegur, skýr og á réttu máli – er að þannig texti er oft líka þurr og ópersónulegur, og það jafnt þótt hann beiti öllum hugsanlegum tólum skáldskaparins til að búa til innileika, sé beinlínis að drukkna í vísunum og líkingum og persónusköpun og sviðsetningu og guð veit ekki hverju. Því það er eitthvað næstum því óheiðarlegt við texta sem er of lærður, of pródúseraður, of fínn og fágaður – orðið sem ég er að leita að er alveg áreiðanlega „tilgerðarlegt“.
via Ritlist – að finna sína rödd | Eiríkur Örn Norðdahl – Blogg.