Reykhólahreppur / – Fréttir / Viltu koma listiðkun þinni á framfæri?

Meðal félagsmanna í Félagi vestfirskra listamanna er fólk í Reykhólahreppi en fleiri liðsmenn eru vel þegnir. Félagið gefur út ársrit með heitinu List á Vestfjörðum og núna hefur ritstjórinn sent frá sér pistilkorn varðandi næsta hefti, sem hér er birt. Sérstök athygli skal vakin á eftirfarandi klausu: Umfjöllun í List á Vestfjörðum er góð leið til að kynna sjálfan sig og verkin sín, blaðið er með góða dreifingu og lifir lengi. Við höfum alltaf lagt áherslu á að allt svæðið fái að njóta sín og leggjum kapp á að svo verði áfram. Til þess að fá umfjöllun í blaðið þarft þú að vera í Félagi vestfirskra listamanna.

via Reykhólahreppur / – Fréttir / Viltu koma listiðkun þinni á framfæri?.