Ragnar Kjartansson: Skál fyrir myndlistinni

Ég hef einu sinni grátið fyrir framan listaverk. Það var „Merda d’artista“ eftir Piero Manzoni. Þetta eru litlar niðursuðudósir með mannaskít listamannsins frá 1961. Þegar ég sá verkið var dósin að verða 50 ára gömul. Listamaðurinn löngu dáinn. Eftir stóð þessi bjarti, prakkaralegi og magnaði hlutur. Það er ómögulegt að útskýra fyrir einhverjum ruddum af hverju ég grét, en ég gerði það.

via Vísir – Skál fyrir myndlistinni.