NÝ FRÉTT: “Salóme” besta heimildamyndin á Nordisk Panorama | Klapptré

Heimildamyndin Salóme eftir Yrsu Rocu Fannberg hlaut aðalverðlaun Nordisk Panorama hátíðarinnar nú rétt í þessu. Myndin hlaut einnig áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar sem fram fór í vor og verður sýnd í Bíó Paradís í nóvember.

Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd sigrar í flokki heimildamynda á Nordisk Panorama.

via NÝ FRÉTT: “Salóme” besta heimildamyndin á Nordisk Panorama | Klapptré.