Nóbelsverðlaunaniðurtalning: Odysseus Elytis

Í byrjun október má reikna með því að akademían í Stokkhólmi velji sér nýjan nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum (það er enn ekki búið að gefa út hvaða dag það verður). Starafugl telur niður með myndböndum af verðlaunahöfum fyrri ára.

Nóbelsverðlaunahöfundar falla iðulega í gleymsku – Odysseus Elytis er einn þeirra sem sjaldan er nefndur, en hann vann verðlaunin árið 1979. Það er erfitt að finna gott myndband af slíkum höfundum, en hér má sjá tvö óþolandi tölvugerð andlit flytja eitt ljóða hans. Við biðjumst fyrirfram velvirðingar.