Nóbelsverðlaunaniðurtalning: Doris Lessing

Í byrjun október má reikna með því að akademían í Stokkhólmi velji sér nýjan nóbelsverðlaunahafa í bókmenntum (það er enn ekki búið að gefa út hvaða dag það verður). Starafugl telur niður með myndböndum af verðlaunahöfum fyrri ára.

Breska skáldkonan Doris Lessing hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2007. Í (dásamlegu) myndbandinu hér að ofan má sjá hana bregðast við þegar fréttamenn tilkynna henni að hún hafi unnið – hún missti af tilkynningunni því hún var úti í búð (og finnst greinilega ekkert voðalega mikið til þessa koma).