Myndlist vikunnar: Artclick Daily

Brynjar Helgason og Ívar Glói Gunnarsson sjá um vefsíðuna www.artclickdaily.info

Segðu mér, Brynjar Helgason, hvað er Art click Daily?

Art click Daily er vefgallerí sem var stofnað fyrir um einu ári síðan og síðan þá hafa verið 7 sýningar. Þar er möguleiki fyrir hendi að sýning geti annað hvort verið opin í einhvern ákveðinn tíma eða þá að sýningarnar geti verið þarna að eilífu. Þarna eru óþrjótandi möguleikar fyrir listamanninn eða sýningarstjórann. Það er eiginlega fáránlegt að tala um þetta því að þetta er svo opið

Er internetið góður vettvangur fyrir list?

Já, það er spurning hver er munurinn á þessu og heimasíðum listamanna, en þetta er svona samhengi, þarna koma ólíkir listamenn saman og það eru ólíkar forsendur. Þegar að myndlistin er sérstaklega hugsuð fyrir þennan vettvang þá er áhugavert að sjá hvað kemur út úr því. Sýningarnar eru ekkert endilega tæknilegar og þess vegna hugsa ég að eldri listamenn gætu líka verið með í þessu

Hverjir eru að sýna?

Fólk frá öllum heimshornum og ólíkar kynslóðir.

Viltu koma með brandara í lokin?

Nei