Margrét Örnólfsdóttir: Við skrifum handrit og allir hinir fá vinnu

En í Varsjá voru öll dýrin í skóginum vinir – sápuóperuhöfundur frá Írlandi skálaði við listrænt þenkjandi kvikmyndahandritshöfund frá Finnlandi – allir fundu einhverja snertifleti og almennt virtist fólk átta sig á að það væri að langmestu leiti að fást við það sama – að skrifa drama. Annað sem þjappar hópnum saman er sameiginlegur óvinur. Margir hafa inngróið horn í síðu framleiðenda vegna sárrar reynslu af lélegum samningum eða vanefndum en nú virðist þó sem sú óvild sé víkjandi þar sem hagsmunir höfunda og framleiðenda gegn nýjum og öflugri ógnvaldi fara að miklu leiti saman. Stærsta málefni kvikmyndageirans er að sjálfsögðu hið gjörbreytta landslag í dreifingu kvikmynda- og sjónvarpsefnis á netinu og það stríð þurfa allir eigendur höfundarréttavarins efnis að heyja í sameiningu.

Margrét Örnólfsdóttir skrifar via Við skrifum handrit og allir hinir fá vinnu | Klapptré.