Ljóðræn sýn inn í hugarheim araba – DV

Um fimmtíu skáld frá arabaheiminum eiga ljóð í bókinni, um þriðjungur konur. Flest koma skáldin frá fyrrverandi nýlendum Frakka í Norður-Afríku: Marokkó, Alsír og Túnis. En nokkur skáldanna koma frá Líbíu, Egyptalandi, Írak, Sýrlandi og Líbanon.

Það er ljóst að innsýn í fjölbreyttan hugarheim arabískra skálda getur haft áhrif á hina einvíðu mynd sem Íslendingum birtist oft af þessum heimshluta. „Eins og við verðum vör við í fréttunum á hverjum degi þá er víða skelfilegt ástand í þessum heimshluta, þar sem menn drepa hverjir aðra undir yfirskini trúar. Það eru hins vegar ekki nein merki um svoleiðis ofstopa í bókinni.“

via Ljóðræn sýn inn í hugarheim araba – DV.