Listasprettur á laugardegi

Á laugardaginn næsta, 18.októrber kl. 16, kynna þær Halla Margrét Jóhannesdóttir, Jóhanna V. Þórhallsdóttir, Jónína Leósdóttir og Ólöf Ingólfsdóttir ljóð sín sögur og söngva. Þær hafa allar nýverið gefið út bækur og diska; Halla Margrét á útgáfufyrirtækið Nikku sem gaf nýverið út ljóðabók hennar 48 og bók Ólafar, Dagar og nætur í Buenos Aires, Forlagið gaf út bók Jónínu, Bara ef … og útgáfufyrirtækið Valgardi, gaf út geisladisk Jóhönnu, Söngvar á alvörutímum.

Þær stöllur verða í Anarkíu, Hamraborg 3, á laugardaginn kl. 16 og lesa og syngja, en léttar veitingar verða á boðstólunum.

Í Anarkíu er einnig sýning á verkum Helgu Ástvaldsdóttur og Jónasar Braga Jónassonar.

Ókeypis er inn, bæði á sýninguna og kynninguna.

via Listasprettur á laugardegi.