Lestrarhátíð í Bókmenntaborg er haldin í þriðja sinn í október 2014 og að þessu sinni er hún helguð smásögum, örsögum og ritlist undir heitinu Tími fyrir sögu. Hátíðin stendur allan októbermánuð og er dagskráin fjölbreytt. Hún er birt hér með fyrirvara um breytingar.
Þeir sem standa fyrir viðburðum í október sem tengjast lestri og orðlist og vilja koma sínum viðburðum á dagskrá eru hvattir til að hafa samband með því að senda póst á bokmenntaborgin@reykjavik.is.