Bókmenntanámskeið – Jón Kalman – Í fótspor stráksins

Ritþing Jóns Kalmans Stefánssonar verður haldið í Gerðubergi laugardaginn 25. október kl. 14 (sjá nánar hér). Í tengslum við þingið er boðið upp á námskeið þar sem fjallað verður um þríleik Jóns Kalmans sem samanstendur af bókunum Himnaríki og helvíti, Harmi englanna og Hjarta mannsins.

Sögusvið þríleiksins er íslensk sjávarbyggð undir lok 19. aldar, á þeim árum þegar stórtækar breytingar voru að eiga sér stað bæði í atvinnuháttum og hugarheimi fólks. Meðal annars verður sjónum beint að sögusviði og samfélagsmynd verkanna, ólíkum aðstæðum alþýðu og borgarastéttar og stöðu kynjanna. Þá verður einnig hugað að öðrum verkum Jóns Kalmans m.a. í tengslum við aðalpersónu þríleiksins, strákinn, og tengslum hans við aðra stráka sem birtast í verkum höfundarins. Fleira kann að bera á góma svo sem frásagnarháttur þríleiksins, hlutverk sendibréfa og mátt orðanna.

via Gerðuberg – Bókmenntanámskeið – Jón Kalman – Í fótspor stráksins.