Köttum verður ekki smalað » Borgríki 2: kvikmyndagagnrýni

Mér var boðið á frumsýningu íslensku myndarinnar Borgríki 2.  Til að gera langa sögu aðeins styttri má segja að myndin sé svona dæmigerð íslensk mynd.  Fín hugmynd sem gufar upp í lélegu handriti og slöppum leik.  Svo má auðvitað ekki gleyma takmörkuðu „production value“.   En kannski er ég aðeins of neikvæður.  Það voru alveg nokkrir dauðir punktar í henni sem má tala vel um.  Það var t.d. ekkert hlé á þessari mynd.  Sem er gott því þá komst ég fyrr heim.  Ég keypti líka ekkert popp og kók sem þýðir að ég fitna minna.  Þetta er allt stórir plúsar.

via Köttum verður ekki smalað » Borgríki 2: kvikmyndagagnrýni.