Konur í tónlist búa við kerfisvillu sem hægt er að lagfæra | arnareggert.is

Þannig gekk fyrir stuttu áskorun manna á milli á Fésbókinni um að nefna tíu plötur sem hefðu haft áhrif á líf þeirra. Ísland er það lítið samfélag að á nokkrum dögum var eins og allir og amma þín líka væru búnir að gera slíkan lista. Í miðjum látunum bar á kvörtunum um að þetta væru eingöngu strákar að tala um strákahljómsveitir og var það hárrétt ábending. Fyrir rælni sá ég svo á „vegg“ vinar míns að vinur hans hafði skorað á hann að gera kvenlægan lista. Ég reigðist aftur við þetta, fannst þetta spennandi og um leið þarft samfélagslegt útspil. Ég henti óðar í slíkan lista, skoraði svo á fleiri kynbræður að gera slíkt hið sama og keðjan er orðin sæmilega löng þegar þetta er ritað.

Það sem er afhjúpandi við þetta tiltæki er að enginn þeirra, sem settu saman lista, átti í neinum vandræðum með það. Ef eitthvað er báðust menn fyrirgefningar á því að þurfa að sleppa út fjöldanum öllum af snillingum. Þetta rennir stoðum undir þá staðreynd að það er ekki vöntun á kvenfólki í tónlist sem er vandamálið heldur ákveðin „kerfisvilla“ sem við búum við.

Arnar Eggert Thoroddsen skrifar via Konur í tónlist búa við kerfisvillu sem hægt er að lagfæra | arnareggert.is.