Kerouac, Buckley, Yablonsky og Sanders tala um hippana

Það er í móð að fylgjast með fullu fólki röfla þessa dagana – í þessu myndbandi úr spjallþætti Williams F. Buckley er rithöfundurinn Jack Kerouac á rassgatinu að tala um hippa, Víetnamstríðið (sem hann segir hafa verið plott heimamanna til að verða sér úti um jeppa), hið pólitíska ástand, bókmenntirnar og eilífðina – á milli þess sem hann leiðréttir framburð sessunauta sinna á hinum ýmsu orðum.