Hvernig lifir maður tjónið? | RÚV

Trúarbrögð eru þar kostur og kemur þá að síðari vangaveltunni sem nefnd var í upphafi. Hvernig skyldi það vera að sofa hjá guði? Sjálfur sá ég alltaf heilagan anda fyrir mér sem heldur óáþreifanlega persónu, ekki beinlínis fola ástarlífsins heldur meira eins og sönnun í stærðfræði, formúlu sem einhvern veginn kveður á um að þegar parabóla í öðru veldi mætir ófyrirséðu hnitakerfi þar sem sem talnaþrenndir, skurðpunktar, láréttir fletir, hornréttur og tvinntölur leiða ávallt að tveimur kostum eða útkomum: annað hvort teiknast í hnitakerfinu þekkjanlegt andlit Elvis Presleys, eða pin númerið er afhjúpað sem opnar genitískt aðgengi að framleiðslu messíasarbarns.

Björn Þór Vilhjálmsson um Segulskekkju Soffíu Bjarnadóttur via Hvernig lifir maður tjónið? | RÚV.