Davíð Michaelangelos þykir ein fallegasta höggmynd í heimi. Teikning: Tom of Finland.

Hvað er fegurð? – 4. svar

annatara

Anna Tara Andrésdóttir. Mynd: Facebook-síða Kynlegra kvista.

Ég og frænka mín Katrín Ásmundsdóttir erum með útvarpsþáttinn Kynlegir kvistir. Þar fjöllum við um ýmiss málefni er tengjast kynjafræði og kynlífi. Okkur barst póstur sem er eitt það fallegasta sem ég hef séð og snerti mig mjög. Hann var mjög einlægur og staðfesti trú mína á að allt er fallegt.

Karlmaður – Gay eða Bi? Eða bara sexý?

Góðan daginn stúlkur

Var ekki viss hvort ég ætti að skrifa eða ekki, var á báðum áttum en svona eiginlega eftir að hafa heyrt viðtalið við Erp um daginn varð ég eiginlega að láta slag standa og skrifa. Ég veit þið voruð að augýsa eftir fantasíum og ég veit ekki hvort þetta falli undir þetta eða hvað.

Allavega ég er 24 ára og er straight, allt sem ég veit varðandi tilfinningar og annað gagnvart stelpum hefur mér alltaf þótt virkilega eðlilegt og normalt, EN hinsvegar frá því vinur minn (vorum 13 ára) vildi endilega fikta i hvor öðrum enduðum við á að taka hvorn annan til skiptis, ég fílaði það ekki að fá það í rassinn en það var líklega afþví ég gerði þetta svo kolvitlaust þá!

Viti menn svo hef ég átt kærustur og stundað gott kynlíf með þeim flestum ef ekki öllum. En vandamálið hefur alltaf verið hvað ég er lengi að fá það, já hvað ég er LENGI. Ekki algengt vandamál en þetta er eflaust jafn böggandi og að fá það strax, eftir að hafa hugsað um það í smástund okei nei.

Allavega ég fór að furða mig á þessu og stelpurnar kveiktu alveg í mér og allt það en eitthvað virtist vanta en ég pældi voða lítið í því fyrr en ég varð svo single. Þá fór ég að hugsa og tilraunastarfsemi í gang. Byrjaði á að skoða alls konar klám og tók eftir að ég æstist meira en ég hélt ég myndi æsast við að sjá stráka taka hvor aðra. Og þá hugsa allir já okei hann er bara gay en það er það sem er svo skrýtið í þessu öllu saman er að ég laðast 0 að strákum per se, fallegt andlit á strák gerir 0 fyrir mig en heitur líkami og flott typpi, þá fer allt á stað (eða flot réttara sagt!)

Þannig að ég fór að hugsa, okei hvað þýðir þetta, er ég gay? nei varla… bi? gæti verið. Síðan fóru tilraunirnar út í það að ég varð aftur forvitinn um rassinn á mér og það move breytti öllu. Ég byrjaði á litlum fingri og þetta var einhver unaður á öðru leveli, eitthvað svo fáránlegt, jafnvel betra en venjuleg fullnæging (þá!) og ég beint á netið og splæsti í Buttplug sett frá Adam og Evu.

Það sett hef ég notað síðan þá, þvílíkur annar eins unaður, kveikir mun meira í mér en ég gat æsts hérna áður fyrr og fullnægingin að lokum er hundraðföld og einnig brundar maður töluvert meira, fyrir þá stráka sem fíla það. Eftir þetta varð ég forvitinn og prófaði að sjá hvort ég væri kannski fyrir að vera með strákum, var ég gay eða bi jafnvel?

Ég inná netið aftur og viti menn strákur í heimsókn kvöldið eftir, ég guggnaði á að láta hann taka mig en ég tók hann og með buttplöggið og þetta var by far best sex ever, líklega útaf plögginu þó frekar en gaurnum, en það var alveg sama hvað, ætli þetta hafi ekki verið frekar myndarlegur gaur en bara alveg turn off ef ég sá framan í hann, það slökkti allt.

Ég varð forvitinn og hélt áfram að prufa og fyrr en varir var ég búinn að prófa nokkra mismunandi bólfélaga (stráka) og alltaf þvílíkt kynferðislega örvaður, búinn að láta ríða mér í bæði göt og totta og allt en ekkert meira, ekkert mig langar að kynnast honum eða þeim eða neitt, þannig hefur það þó alltaf verið með stelpur. Og er enn.

Þannig að ég ákvað þegar ég kynntist stelpu næst myndi ég bara leiða með að ég væri bi og fílaði þetta og hitti svo á eina stelpu sem tók vel í þetta og við prufuðum á endanum að kaupa strap-on og allt kom fyrir ekki, snarvirkaði og þetta kynlíf hefur verið það besta sem ég hef stundað á ævi minni.

Það er svakalegt taboo að fýla anal, en maður er ekki gay að fýla að fá það í bossann einsog þið hafið komið inná en þó er spurning hvort ég sé bi eða jafnvel gay útaf því að ég fýla allt við karlmannslíkamann nema andlitið, konuandlit með karlmannslíkama og TYPPI, ætli það yrði ekki draumurinn minn.

Veit ekki hvort þetta flokkast undir fantasíu eða hvað, þarf ekkert að koma fram í þættinum eða neitt, langaði að deila þessu með ykkur og þið ráðið hvað þið gerið með þetta en þó bið ég ykkur vinsamlegast um að halda nafnleynd einfaldlega afþví ég er ekki tilbúinn í þessa athygli sem þessu fylgir að viðurkenna svona.

Takk fyrir æðislegan þátt, þið eruð frábærar!

kær kveðja

*******************

Anna Tara Andrésdóttir er tónlistarkona.

Starafugl bað sextán listamenn úr ólíkum listgreinum og á ólíkum aldri að svara til um afstöðu sína til fegurðarinnar. Svörin munu birtast eitt á dag næstu daga á meðan enn eru nokkur til.