Höfundakvöld “Konurnar á kantinum” í BMM!

Í tengslum við hátíðina “Konurnar á kantinum” (Women on the edge) sem fram fer hér á landi á nokkrum stöðum í vikunni, er blásið til höfundakvölds á kaffihúsinu Súfistanum í Bókabúð Máls og menningar.

Dagskráin hefst kl. 20 og þær sem koma fram eru Mette Karlsvik (NO), Kristín Ómarsdóttir (IS) og Maja Lee Langvad (DK) sem einblína á prósa.

Seinni hluti dagskrárinnar er tileinkuð ljóðlistinni og koma þá þar fram Inger Elisabeth Hansen NO), Sigurbjörg Þrastardóttir (IS), Olga Ravn (DK) og Kristín Eiríksdóttir (IS).

Dagskráin er opin öllum og aðgangur er ókeypis.

Verið hjartanlega velkomin

via (1) Höfundakvöld “Konurnar á kantinum” í BMM!.