Heiðrún Ólafsdóttir: Afskiptaleysi getur verið banvænt

Söguhetja Leiðar, Signý, segir sögu sína í fyrstu persónu og strax á fyrstu síðunum verður ljóst að hún hefur ákveðið að stytta sér aldur. Ástæðurnar fyrir þeirri ákvörðun koma smátt og smátt í ljós í endurlitum hennar, en lesandinn fær samt ekki tilfinningu fyrir því að hún sé þunglynd. „Það er líka eitt af því sem ég vildi koma á framfæri,“ segir Heiðrún. „Maður heldur alltaf að fólk sem sviptir sig lífi geri það af einhverri einni rosalegri ástæðu. Signý er hins vegar raunsæismanneskja og hefur bara komist að þeirri niðurstöðu að þetta sé ekki þess virði.“

via Vísir – Afskiptaleysi getur verið banvænt.