Hægir sér nakin á fána ISIS – DV

Vel þekktur egypskur aðgerðasinni og bloggari, Aliaa Magda Elmahdy 23 ára, deildi mynd á Facebooksíðu sinni í gær þar sem hún sést, ásamt annarri konu, hægja sér og hafa tíðir á fána Íslamska ríkisins (ISIS). Báðar konur eru naktar á myndinni. Verknaðurinn er gerður í mótmælaskyni gegn íslamska hryðjuverkahópnum ISIS en samtökin hafa vakið athygli að undanförnu fyrir einstaka grimmd bæði í Írak og Sýrlandi.

via Hægir sér nakin á fána ISIS – DV.