Gagnrýnendur ekki lengur sömu sannleiksvélarnar – Huldar Breiðfjörð

„Það hafa orðið miklar breytingar á þessu gagnrýnendalandslagi. Einu sinni var þetta þannig að það var einn krítíker á Mogganum og einn á DV og þeir voru einhvers konar sannleiksvélar. En núna er umræðan allt í kringum mann og úti um allt. Alveg jafn sterk á Facebook og í fjölmiðlum. Ég er eiginlega að upplifa í fyrsta skipti hversu breið og lýðræðisleg hún er orðin. En það er kannski munur á þegar kemur að bíói og bókum. Gagnrýnandinn er lengi vel sá eini sem hefur lesið bókina þegar krítíkin hans birtist og því er rödd hans mjög sterk. En þegar kemur að bíómynd er gagnrýnandinn bara einn af mörg þúsund manns sem hafa líka séð myndina þegar dómur hans birtist.“

Spjallað við Huldar Breiðfjörð via Gagnrýnendur ekki lengur sömu sannleiksvélarnar – DV.