Friðrik Erlingsson: Ginnungagap í siðmenningu Íslands

Orsök þess að íslenskar sjónvarpsseríur skortir sannfæringu, er annar skortur: Skortur á siðmenningu. Við áttum siðmenningu á miðöldum, svo komu 3-400 ár af niðurlægingu, hafís, eldgosum, ömurleika, hungri, pestum, einangrun, vosbúð og vesöld, en það eru aðstæður þar sem siðmenning fær ekki þrifist. Svo urðum við sjálfstæð og snögglega moldrík og síðan sigruðum við heiminn, alveg þangað til við duttum á rassinn.

Og nú höfum við risið upp að nýju eins og ofurskrímsli í annars flokks hryllingsmynd sem fær ekki drepist, sama hvað reynt er. Og þá förum við að semja glæpasögur og framleiða glæpaseríur líkt og við búum í morðóðu glæpasamfélagi milljónaþjóðar, sneisafullu af geðsjúklingum – því auðvitað erum við milljónaþjóð með þúsund ára menningarsögu að baki, er það ekki? Nei, það er ekki svo. Raunveruleg menningarsaga okkar nær varla aftur að aldamótunum 1900. Fyrir þann tíma var ginnungagap í siðmenningu okkar og menningarsögu, alveg aftur til þess tíma að höfundur Njálu setti punktinn við verk sitt. Þetta er sorglegt – og það er erfitt að horfast í augu við það – en svona er það samt.

via Viðhorf | Íslensk sjónvarpsþáttagerð – Danmörk: 14 – Ísland: 2 | Klapptré.