Faðir Modiano svo óánægður með bók sonarins að hann reyndi að kaupa öll eintökin

Í gegnum tengsl sín við rithöfundinn Raymond Queneau fékk hann tækifæri á samning við Gallimard-bókaútgáfuna snemma á tvítugsaldri. Fyrsta skáldsagan, La Place de l’Etoile, kom út árið 1968, þegar Patrick Modiano var 23 ára. Bókin fjallar um gyðing sem starfaði með nasistum í stríðinu. Sagan segir að faðir Modiano hafi verið svo óánægður með bókina að hann hafi reynt að kaupa öll eintökin.

Síðan þá hefur rithöfundurinn gefið út tæplega 30 skáldsögur. Þema bókanna er yfirleitt svipað: hernám nasista, gyðingdómur, sjálfsmynd og ranghalar minnisins, fólk sem þarf að blekkja og fela sitt raunverulega andlit til að lifa af.

[…]

Engin bók eftir Modiano hefur komið út á íslensku, en Hulda Konráðsdóttir vann þýðingu að bókinni Rue des Boutiques Obscure, eða Gata hinna dimmu búða, sem lokaverkefni úr BA-námi í frönsku frá Háskóla Íslands árið 1988. Sú þýðing hefur aldrei komið út á bók. Hulda segist hafa gert einhverjar tilraunir til að fá hana útgefna á sínum tíma. Hún segir ekkert bókaforlag hafa komið að máli við sig í kjölfar fréttanna.

via Frakkinn sem kom öllum á óvart – DV.