„Það er bara nákvæmlega satt og rétt að það er ekkert barn búið að fá borgað,“ sagði Matthías Matthíasson tónlistarmaður í samtali við DV á miðvikudag. Matthías er faðir drengs sem lék í kvikmyndinni Sumarbörn í fyrra, þá átta ára gamall. Líkt og aðrir leikarar og kvikmyndargerðarfólk gerðu foreldrar drengsins samning við framleiðendur sem nú er búið að fara á bak við. Samkvæmt heimildum DV eru dæmi um að börn eigi eftir að fá greiddar allt frá 50 þúsund krónum upp í 300 þúsund krónur fyrir vinnu sína.
via Sonur Matta lék í Sumarbörnum: „Ekki búinn að fá krónu borgaða“ – DV.