„Bókin er ástarbréf til sjö ára Guðna“

Leitin að Blóðey er ævintýrabók þar sem afi segir barnabarni æsilega sögu sem hann fullyrðir að sé sönn. Höfðuðu ævintýrasögur mikið til þín þegar þú varst barn? „Já, þessi bók er eiginlega ástarbréf til sjö ára Guðna. Þetta er bókin sem ég hefði verið meira en til í að lesa sjálfur á þeim tíma. Það var ekkert of mikið úrval af svona sögum en ætli ég hafi ekki verið ellefu ára þegar ég lagði í Hringadrottinssögu fyrst og las hana til enda. Hún og Hobbitinn, ásamt Benjamín dúfu og fleiri bókum, voru mínar uppáhaldsbækur.“

via Vísir – Bókin er ástarbréf til sjö ára Guðna.