Bókaútgáfa á Íslandi er sjómennska | Auður Jónsdóttir

Bókaútgáfa á Íslandi er slík ævintýramennska að hún hefur verið knúin áfram af adrenalínfíklum með rassvasabókhald. Hún er hálfgerð sjómennska. Tarnavinna og endalaus áhætta. Stundum eru átök á milli rithöfunda og forleggjara, svipað og útgerðarmanna og sjómanna, en samstaða þegar á þarf að halda. Sem er oft. Því ef það hefði ekki verið samstaða og þögult samkomulag um að láta ævintýrin gerast upp á von og óvon, þá væri íslensk menning ólíkt fátækari.

via Bókaútgáfa á Íslandi er sjómennska | Kjarninn.