Bókaþjóð í bobba « Ragnar Þór Pétursson

Niðurstöður prófsins voru þær að nokkru munaði að öll níu ára börn á landinu læsu liðugt. Raunar gerði það ekki nema u.þ.b. tuttugasta hvert barn. Og skólakerfið þótti skila á milli 7 og 8% nemenda ólæsum út í lífið. Með ólæsum er verið að meina að börnin gátu ekki tautað sig í gegnum 100 atkvæði á mínútu. Og var þó ekki verið að gera neina kröfu um lesskilning. Börnin þurftu bara að geta lesið hljóðin. Þegar við æðrumst nú yfir börnum sem ekki geta lesið „sér til gagns“ erum við að tala um börn sem mörg hefðu flogið gegnum almenna prófið á sínum tíma.

via Bókaþjóð í bobba « Ragnar Þór Pétursson.