Benedikt Erlingsson móðgaði Illuga á verðlaunaafhendingu | Kjarninn

Í ræðu sinni sagði Benedikt: „Kæru norrænu félagar, hér í salnum sitja íslenskir stjórnmálamenn sem skáru niður fjárframlög til kvikmyndagerðar um 42 prósent á þessu ári, en í kjölfar efnahagshrunsins skáru þeir fjárframlögin niður um þrjátíu prósent. Þannig að við erum stödd í miðri katastrófu. Þannig að við myndum meta það mikils ef þið gætuð hjálpað okkur í eftirpartýinu með því að nálgast þá kurteisislega og fræða þá um kvikmyndir og menningu, tala við þá um Íslendingasögurnar og segja þeim að við sem erum að búa til sögur, séum líka að búa til Íslendingasögur, norskar sögur og danskar sögur, þó þær séu ekki skrifaðar á skinn.

via Benedikt Erlingsson móðgaði Illuga á verðlaunaafhendingu | Kjarninn.