Atli Sigurjónsson um Altman (RIFF 2014) | Klapptré

Altman er eiginlega meira eins og langur sjónvarpsþáttur sem er einfaldlega stórfelld upphafning heldur en almennileg heimildamynd. Það er skimmað yfir mikið af efni, mörgu sleppt og maðurinn einfaldlega sýndur sem hálfgerður dýrlingur sem hann var ekki alveg. Hann var, að því er virðist, alkóhólósti og eiturlyfjafíkill sem auk þess hélt oft framhjá konunni sinni. Einnig var hann talinn hafa verið með nokkuð mikilmennskubrjálæði (líkt og margir aðrir leikstjórar á hans stalli). Það vita allir að Altman var merkismaður og frábær leikstjóri og Altman er ekki að segja aðdáendum hans mjög mikið sem þeir ekki vita nú þegar. Það er aðeins minnst á drykkju hans og að hann hafi vanrækt börnin en jafnvel það fær léttvæga umfjöllun.

via Gagnrýni | Altman (RIFF 2014) | Klapptré.