Lýsing: Í málstofunni verður rætt um skapandi og fræðileg textaskrif út frá ólíkum sjónarhornum með því markmiði að varpa ljósi á samfélagslegan umbreytingarkraft texta og skáldskaps. Rýnt verður í margvíslegar sagnagerðir auk þess sem framvinda og persónusköpun í skáldskap verður skoðuð. Fjallað verður um hefðbundin pólitísk pistaskrif sem og óhefðbundari, listrænni skrif í samhengi við samfélagsgagnrýni. Þá verður rætt um þá áskorun að koma sér að verki við skriftir, auk þess sem virkni húmors í textagerð verður til umræðu. Á milli þess sem aðstandendur málstofu halda stutta tölu um kraftinn sem býr í textanum mun þáttakendum bjóðast að leika sér að orðum og texta í gegnum æfingar sem koma umbreytandi hugarflugi á stað.