Kvika
Þegar ég skrifa frá hjartanu
rennur blóð úr pennanum
og rauð orðin æpa á mig
af hvítu blaðinu.
Miskunarlaus
og ásakandi
rífa þau upp gömul sár
.
Þar til þau streyma
beint úr opum æðunum
Heit og uppáþrengjandi
finna þau sér farveg
að kvikunni.
Nístandi tár fortíðar
ósýnileg orð
á blaði .
Ný rödd
Ég leita að röddinni minni
í endurunnum orðum daganna
Í skúffum fortíðar
og leitarvélum nútíðar
Ég heyri hana stundum
sem hljóðlátan nið
úr straumi síbylgjunnar
Ég finn hana stundum
þrengja sér út um barka
gamalla minninga.
Kröftug en mjóróma
eins og nýfætt
foland á veikum fótum
framtíðar.
Og svo …
Og svo kom vorið
Ilmandi eins og nýfætt ljóð
fálmandi upp í hvíta dúnmjúka hnoðra
hangandi í blárri himnasæng
Laufgaðir fingur trjánna
iðandi af óþreyju
Hjalandi
Spriklandi
fögnuður
án orða.