er klárlega skrítið svar fyrir hvaða kennara sem er þegar
hann spyr leikskólabarn, en við töku tvö, hvaða orð lýsir mér þá
best, þessum kynþáttakrossi fiðrildis og fagurfræði í Super Fly,
annað en skrítinn? Líklega hefði líka nægt að kalla mig
skýran krakka til að lýsa ákafri löngun minni í þess háttar dauða
sem knýr fram frásögn hinnar mildu sagnfræði, því hún er eina
myndin af mikilfengleika sem ég finn fyrir stráka á mínum aldri
með minn skugga að keppa að, nema þeir hafi hæð og stökkkraft
til að snerta hringinn, eða þyngd og þrótt til að þjóta
gegnum varnarlínuna eins og byssubrenndir.
Æ, nei, ég hef ekki enn gefið upp
von um að Bulls opni fyrir stöðu skotbakvarðar, en
Guðsóttinn sem mér var taminn leyfir sér goðsögur um
manngæskuna sem fjöldanum býðst eins og brauð og fiskur;
hvernig talað er um King í svartri kristinni hefð sem enn
syrgir glataða sólargeisla hans, hvernig nafn Malcolms gerir
mýs úr skuggalegum hvítum mönnum einhverjum þrjátíu
árum eftir haglabyssuna og sungið er um hann sem prins:
Mig langar að vekja upp slíkt stolt meðal hinna dökku buguðu
í bandarísku lýðræði því ég veit hvað það vekur með mér,
ungum og áhrifagjörnum, að horfa á eftirhermur Denzels
í milljónasta skiptið í minni stýfðu tilvist –
og teikna X á lítt vaxið brjóst mitt, þrýsta því út
í það óþekkta–framundan í von um Mekka því melanínið vex
úr þessari holu í mannsmynd sem ég skildi eftir í lífi ástvina minna.
Ég skal veðja að foreldrar mínir verða svo stoltir af mér.
Ég skal veðja að pósthúsum verður lokað á afmælinu mínu.
Ég skal veðja að Guð heilsar mér með hnefakveðju
þegar ég kem þangað upp og Jesús –
tekur á móti mér deyjandi á krossinum.
(Úr væntanlegri bók Fuglar í búri. Valin ljóð afrísk-bandarískra skálda)