hvar er sængin mín? kallaði barnið
hvar er bangsinn? sagði barnið
mamma mín! ég heyri ekki
puttinn? hreyfist ekki
hjartslátturinn sem ég heyrði svo sterkan þegar ég lá á bringu
þinni pabbi
andardrátturinn sem heyrðist í gær bróðir svo móður þegar
við eltum kisu
vaknaðu systir!
vaknaðu bróðir!
þið svarið engu!
eruð þið að leika?
ég skil ekki platið!
er svo hræddur pabbi
bringan þín er öll í blóði
æ mér er svo illt í höfðinu
ég vil matinn minn, sængina
ég vil heyra ykkur skamma mig!
ég lofa samt að vera þægur, alveg satt!
opniði augun, heyriði! talið þið við mig!
ég vil ekki vera hér aleinn, ég er svo hræddur
þú ert ískaldur bróðir! hérna er teppið þitt lúna hlýja
ég ætla að leggjast hérna hjá þér og passa þig
alveg eins og þú passaðir mig manstu
það er svo mikill hávaði hér úti
ég er hræddur við byssurnar
alla stóru bílana í kring
ég held ég loki
augunum
og sofni
núna
…
..
.