Mad world! mad kings! mad composition!
2.1.573
Leikrit Shakespeares um John, sem ríkti yfir Englandi, Írlandi og framan af einnig yfir vesturhluta Frakklands frá 1199 til 1216, er skrítin skepna og vandræðagripur í höfundaverkinu. Þau vandræði felast m.a. í tengslum þess við annað leikrit um þennan kóng, The Troublesome Reign of King John (TR), sem óþekktur höfundur setti saman um 1591. Enginn efi er á að það leikrit er sýnu lakara verk en The Life and Death of King John (KJ), eins og verk Shakespeares heitir í Folioútgáfunni frá 1623, sem er fyrsta prentútgáfa þess svo vitað sé.
Viðteknasta skoðunin á sambandi TR og KJ er sú að Shakespeare hafi tekið „gamalt“ verk, klippt úr því verstu smekkleysurnar, bætt við slatta af makalausum skáldskap, mögulega í einhverjum flýti, og húrrað því á svið milli Draumsins og Kaupmanns í Feneyjum um 1596. Þetta er samt ekki óumdeilt. Bandaríski prófessorinn L. A. Beaurline, ritstjóri verksins í New Cambridge Shakespeare ritröðinni, er einn þeirra sem hallast að þvi að þessu sé þveröfugt farið, og TR sæki efnisgrind sína til verks Shakespeares, auk þess sem einstaka glefsur af texta hafi fylgt með, mögulega eftir minni eða þá höfundur TR hafi haft pappíra úr fórum leikhússins undir höndum.
Rökin eru þokkalega sannfærandi: Innihald og beinagrind fara mun betur saman í verki Shakespeares, og erfitt að ímynda sér að höfundur TR hafi frumskapað bæði grind og texta, þar sem texti hans ber á köflum með sér að hann skilur ekki fyllilega sambandið þar á milli.
Aðalvandinn við þetta er sá hvað þetta gerir við hina viðteknu ritunarröð verka Shakespeares. Þó King John sé stórgallað verk þá eru tilþrifin samt þannig að erfitt er að sætta sig við að þetta sé meðal allra fyrstu verka höfundar. Eru Two Gentlemen, Shrew, Titus og Henry VI-þríleikurinn þá samin vel fyrir 1590? Það setur allt kerfið í uppnám. Kerfi þola ekki uppnám.
Hvor kenningin sem er rétt, þá er ótal spurningum ósvarað.
Eitt af því sem gerir það freistandi að þoka The Life and Death of King John úr viðteknum sessi í krónólógíunni er hvað það er … tjah, lélegt leikrit. Eins og staðan er heggur það sundur í miðjunni sex leikrita runu af næsta óumdeildum meistaraverkum, frá Richard II (1595) til Henry IV part 2 (1597). Og sex snilldarverka runur eru fátíðar, eins og lesendur bandaríska poppskríbentsins Steven Hyden vita.
Í þessari ágætu grein Hydens er síðan skemmtilegur millikafli sem er jafnvel enn gagnlegri þegar kostir og lestir King John eru gaumgæfðir:
Not to get sidetracked, but I feel like I need to briefly explain what a great “bad” record is: It’s a record where the creators are clearly not fully engaged with the project, which is reflected in the degraded quality of the songwriting and musicianship and an overall feeling of boredom, detachment, or extremely undisciplined self-indulgence that’s palpable in the music. That makes it “bad.” But instead of making the record less enjoyable, this “badness” actually makes the album more fascinating—so long as the artist in question is a genius—because it provides insight into what makes the artist’s “great” records great, and demonstrates how functional he or she is even when operating on a lower level of artistry/sobriety. That makes it great.
Til að átta okkur betur á hvernig þetta kemur heim og saman er rétt að rekja atburðarás King John í stuttu máli.
Leikritið hefst á því að Frakklandskóngur krefst þess að John víki sæti fyrir kornungum bróðursyni sínum, Arthur, sem er undir verndarvæng Frakka. John harðneitar, og stríð blasir við. Áður en til þess kemur birtist annar bróðursonur, launsonur Ríkarðs ljónshjarta, og gerist liðsmaður Johns frænda síns undir nafnu „Bastarðurinn“. Herir Frakka og Englendinga mætast við borgarhlið Angiers og eftir mikið moð gera þeir vopnahlé og krónprins Frakka fær Blanche, bróðurdóttur Johns. Fulltrúi páfadóms mætir og ber ávirðingar á John, sem svarar þeim fullum hálsi og uppsker bannfæringu, og endurnýjaða óvild Frakkakóngs. Arthur er á valdi frænda síns og móðir hans örvæntir. Heima í Englandi skipar John tilsjónarmanni Arthurs að drepa drenginn, sem hann hyggst gera, eða sennilega bara blinda hann, en heykist á því á síðustu stundu, en drengurinn deyr engu að síður slysalega á flótta. Frakkar gera innrás í Bretland, sem fer út um þúfur vegna skipsskaða, en áður en svo fer friðmælist John við páfastól, veikist skyndilega, leitar skjóls í klaustri skammt frá vígvellinum, þar sem eitrað er fyrir honum og hann deyr.
Og já, þetta er svona kjánalegt.
Auðvitað hefur raunveruleikinn tilhneigingu til að vera ekki plott, en hér bætir Shakespeare um betur, flækir og fletur út sögulega viðburði, dreifir athygli, skekkir fókus við hvert fótmál. Furðuleg atburðarásin í kringum dauða Arthúrs er t.d. hans smíð. Eða þá hans ákvörðun að stela henni, allavega er hún ekki söguleg.
Eins er sérkennileg aðkoma og mótsagnakennd afstaða Bastarðarins framlag skáldsins/skáldanna, óstudd sögulegum veruleika, en engu rökréttari fyrir því. Og eitt af því sem dæmir King John úr leik sem brúklegt leikrit er að þessi óskýri utanáliggjandi karakter er gerður að okkar helsta tengilið við atburðina. Hans eru einræðurnar, hver annarri verri. Hann er hvorki gerandi né þolandi í sviptivindum verksins, afstaða hans er frá upphafi einhverskonar lífsþreyttur raunsæismaður sem sér í gegnum allt, eins og áhugalaus stjórnmálaskýrandi sem aldrei segir neitt nema það sem blasir við öllum sem fylgjast með fréttunum.
Það er reyndar smá gaman að Bastarðnum að atast í Austurríkishertoga, sem í huga áhorfenda í leikhúsi ritunartímans var ómennið sem drap hetjuna Ríkarð ljónshjarta, og er hér gerður að óttalega kjánalegum skotspæni:
CONSTANCE
Thou wear a lion’s hide! doff it for shame,
And hang a calf’s-skin on those recreant limbs.AUSTRIA
O, that a man should speak those words to me!
BASTARD
And hang a calf’s-skin on those recreant limbs.
AUSTRIA
Thou darest not say so, villain, for thy life.
BASTARD
And hang a calf’s-skin on those recreant limbs.
3.1.131–136
Skemmtilega barnalegt. Það er helst í svona kjánagangi sem verkið nær einhverjum slagkrafti, þar sem myndast írónísk spenna milli þess sem fólk segir, hinna undirliggjandi pólitísku strauma, og þess sem einatt er í húfi – líf og dauði fjölda fólks, þar á meðal persóna verksins.
Þarna er bitastæðast stríðið um Arthur litla, ekki síst sú staðreynd að hans helsti ógnvaldur er ekki bara föðurbróðir hans kóngurinn, heldur ekki síður nánasti ráðgjafi og hægri hönd kóngs, Eleanor móðir hans, sem auðvitað er amma Arthurs:
QUEEN ELINOR
Come to thy grandam, child.
CONSTANCE
Do, child, go to it grandam, child:
Give grandam kingdom, and it grandam will
Give it a plum, a cherry, and a fig:
There’s a good grandam.ARTHUR
Good my mother, peace!
I would that I were low laid in my grave:
I am not worth this coil that’s made for me.QUEEN ELINOR
His mother shames him so, poor boy, he weeps.
CONSTANCE
Now shame upon you, whether she does or no!
His grandam’s wrongs, and not his mother’s shames,
Draws those heaven-moving pearls from his poor eyes,
Which heaven shall take in nature of a fee;
Ay, with these crystal beads heaven shall be bribed
To do him justice and revenge on you.QUEEN ELINOR
Thou monstrous slanderer of heaven and earth!
CONSTANCE
Thou monstrous injurer of heaven and earth!
Call not me slanderer; thou and thine usurp
The dominations, royalties and rights
Of this oppressed boy: this is thy eld’st son’s son,
Infortunate in nothing but in thee:
Thy sins are visited in this poor child;
The canon of the law is laid on him,
Being but the second generation
Removed from thy sin-conceiving womb.2.1.163–187
Annað krádplísernúmer eru fyrri samskipti konungsins við hinn slímuga Pandulph kardinála, þar sem John fær að vera nokkurskonar Jóhannes skírari fyrir Hinrik VIII og kalla páfann „this meddling priest“. Þá hefur nú verið fagnað í leikhúsinu.
Annars er John ákaflega þokukenndur karakter. Kemst aldrei í fókus, enda fær hann merkilega lítið pláss. Shakespeare tekst ekki að láta mótsagnirnar stækka karakterinn eða skapa í honum áhugaverðar víddir. Til þess er hlutverkið alltof vannært. Sumir hafa fundið því til foráttu að helsti minnisvarði þessa smáða kóngs, valdmarkasáttmálinn Magna Carta, skuli ekki koma hér við sögu, en þegnar Elísabetar höfðu reyndar engan áhuga á þeim gerningi. Á hennar tíma vildi enginn takmarka vald þjóðhöfðingjans. Leiðinlegra þykir mér að leikritið skuli ekki halda til haga óstaðfestri sögu úr annálunum um að í þrefi sínu við páfa hafi John skrifað emírnum af Marokkó og beðið um liðsinni gegn því að ríki hans snerist til Islam!
Það hefði allavega ekki orðið verra. Leikritið alltsvo. Best að segja sem minnst um áhrifin á mannkynssöguna.
Ágallar verksins gera það að frekar ómögulegu sviðsverki, en eftir standa glefsur af snilldarlegum tilþrifum í textanum. Þær, frekar en nokkuð annað, gera manni erfitt að kyngja kenningunni að þetta sé einhverskonar frumraun. Hæst rís skáldskapurinn í 3.4., örvæntingaratriði Constance, móður Arthurs litla, eftir að föðurbróðir hans hefur flutt hann með sér til Englands þaðan sem hún veit fullvel að hann á ekki afturkvæmt. Þar er að finna langfrægustu ræðu verksins:
Grief fills the room up of my absent child,
Lies in his bed, walks up and down with me,
Puts on his pretty looks, repeats his words,
Remembers me of all his gracious parts,
Stuffs out his vacant garments with his form;
Then, have I reason to be fond of grief?
Fare you well: had you such a loss as I,
I could give better comfort than you do.
I will not keep this form upon my head,
When there is such disorder in my wit.
O Lord! my boy, my Arthur, my fair son!
My life, my joy, my food, my all the world!
My widow-comfort, and my sorrows’ cure!3.4.96–108
En þessi, minna þekkta aría hefur sína súrrealísku ofurkrafta einnig:
Death, death; O amiable lovely death!
Thou odouriferous stench! sound rottenness!
Arise forth from the couch of lasting night,
Thou hate and terror to prosperity,
And I will kiss thy detestable bones
And put my eyeballs in thy vaulty brows
And ring these fingers with thy household worms
And stop this gap of breath with fulsome dust
And be a carrion monster like thyself:
Come, grin on me, and I will think thou smilest
And buss thee as thy wife. Misery’s love,
O, come to me!3.4.27–37
Constance hljómar eins og önnur dramadrottning, Ríkarður II, á góðum/vondum degi. Flutningur Claire Bloom á þessum texta í BBC-myndinni frá 1984 er hápunktur hennar, eins og við mátti búast. Reyndar er textaflutningurinn almennt til stakrar fyrirmyndar í þessari mynd, en verkið sem heild þolir alls ekki hlutlausa „ótúlkaða“ nálgun eins og listrænar forsendur heildarútgáfu BBC á verkunum gekk út á. Já og George Costigan hefði þurft að vera aðeins staðfastari með scouse-hreiminn hjá Bastarðnum, sem kemur mjög vel út í þessari einu ræðu sem hann notar hann.
Uppfærslusaga verksins er fyrirsjáanlega fátækleg á tuttugustu öld, en Beaurline bendir á, og rekur ítarlega, að King John naut umtalsverðrar hylli á átjándu og nítjándu öld, enda býður verkið upp á umtalsvert „spektakl“, skrautsýningu og formlegheit. BBC-myndin heldur þetta nokkuð í heiðri, og langbesti hluti hennar, fyrir utan aríur Constönsu, eru hin formlegu samskipti annars þáttar fyrir utan hlið Angiers-borgar, þar sem ágallar verksins snúast í styrkleika í sönnum „great bad“ anda.
Að lokum tvö forvitnileg smáatriði:
1
Atriði 4.2. hefst þar sem John hefur verið endurkrýndur. Það þykir aðlinum hið versta óhóf og sá sem hefur orð fyrir þeim lætur þetta vaða:
Therefore, to be possess’d with double pomp,
To guard a title that was rich before,
To gild refined gold, to paint the lily,
To throw a perfume on the violet,
To smooth the ice, or add another hue
Unto the rainbow, or with taper-light
To seek the beauteous eye of heaven to garnish,
Is wasteful and ridiculous excess.4.2.10–17
Úr þessari ræðu hafa enskumælandi orðatiltækið „to gild the lily“ yfir það þegar gengið er of langt með þann augljósa óþarfa að fegra það sem fagurt er fyrir. Glöggir lesendur sjá auðvitað að þetta orðatiltæki er ekki að finna í ræðunni, sem skipar því í flokk með „Play it again Sam“ sem Bogart sagði ekki í Casablanca og „Þið eruð ekki þjóðin“ sem Ingibjörg Sólrún sagði ekki í Háskólabíói.
2
Fyrsta tilraun til að kvikmynda Shakespeareverk fór fram 1899, en þá var gerð þögul mynd til kynningar á sviðsuppfærslu Herbert Beerbohm Tree á King John.
Furðuleg hugmynd. Furðulegt leikrit.
Ég setti mér fyrir lesverkefni. Að lesa öll verk Shakespeares, leikrit og ljóð, nokkurnvegin í líklegri ritunartímaröð. Já og horfa á kvikmyndagerðir eða kvikmyndaðar sviðsetningar þeirra. Langflest leikritanna hef ég lesið áður, ýmist á frummálinu eða íslensku. Mörg hef ég séð og tveimur leikstýrt. Ljóðin þekkti ég lítið sem ekkert. Síðan skrifa ég eitthvað smávegis um hvert og eitt. Greiningu, gagnrýni, ágrip af fyrri reynslu minni af verkinu. Svona nokkurnvegin hvað sem mér dettur í hug út frá lestrinum. Starafugl birtir þessar ritsmíðar á föstudögum, meðan verk endast.