Ray Cooney (1932-) er breskur gamanleikjahöfundur. Hann var leikari sjálfur áður en hann hóf feril sinn sem leikritahöfundur árið 1946 og þykir hafa mjög gott auga fyrir hinu sjónræna og sviðsvinnunni. Hann hefur með réttu verið gagnrýndur fyrir að vera karlrembusvín, gamaldags, léttdónalegur, léttvægur en hann nýtur samt viðurkenningar fyrir að hafa auga fyrir fjölda hliðarsagna og hröðum skiptingum sem er aðalsmerki gamanleikjahöfunda.