Hlustaði á gríðarlega gáfulegar umræður um bókina KATA eftir Steinar Braga í Gufunni í gær. Mig langar að lesa þessa bók enda eru fyrri bækur Steinars „skemmtilegar“. Eftir því sem fólkið röflaði meira um bókina langaði mig þó alltaf minna til að lesa hana því þetta var svo yfirgengilega gáfulegt – eins og keppni í speki, mjög fyndið. Steinar Bragi nær alltaf að búa til sterka og þrúgandi söguramma, en svo er ekkert endilega víst að hann nái að plotta sig í mark. Góður David Lynch-ari engu að síður. Kaupi Kötu pronto.