Halarófa verka eftir Steinunni Gunnlaugsdóttur (SG) og Snorra Pál Jónsson Úlfhildarson (SP)
Ber bök og óvarin, viðbúin stöðluðum höggum og holskeflum.
Ósamhæfðir fætur, hver af sinni tegund, keppast við torfærur —
sameinast sönnunargögnum og nýskapa ummerki.
Þvælast í skömm milli skjólhúsa — lausnalaus mátun á sambrýndum hlutskiptaflötum.
Það blæðir, en ekki úr krossnegldum lófum: eilíf áminning um ó.f.g. syndina —
smjöri drifinn atvinnuverkurinn — ómar strítt úr innvortis stigmötum.
Einn nagli á kjaft og þaðan oní maga, kemur hann lóðréttur niður eða láréttur?
Enginn er óhultur — öll eru ef til vill sek.
Dagskrá
MAÐUR BÍÐUR og Í SKULD VIÐ RÉTTLÆTIÐ
— Tvö myndbandsverk (SP og SG) —
Kaffistofan, Hverfisgata 44
Opnun laugardaginn 20. september kl. 17
Opið 21. til 25. september frá kl. 17 til 21
ANNAÐ FÓLK
— Viðveruverk (SP) —
Kaffistofan, Hverfisgata 44
1. hluti: Vinnudagur, laugardaginn 27. september frá kl. 11 til 19
2. hluti: Hvíldardagur, sunnudaginn 28. september frá kl. 14 til 19
STATTU ÞIG STELPA
— Gjörningsmyndband (SG) —
29. september til 3. október
Staður og stund kynnt síðar
MANNAUÐSMOUNTAIN
— Skúlptúr (SG) —
Höggmyndagarðurinn, Nýlendugata 17a
Opnun þriðjudaginn 30. september kl. 19
Stendur í sex mánuði
LENGIST Í TAUMNUM
— Ljóðabók (SP) —
Útgáfubarningur fimmtudaginn 2. október
Staður og stund kynnt síðar
MÁF/VAVINAFÉLAGIÐ
— Stofnfundur og tilheyrandi seremóníur (SG og SP) —
Föstudaginn 3. október
Staður og stund kynnt síðar