EF TIL VILL SEK 20. sept. til 3. okt.

Halarófa verka eftir Steinunni Gunnlaugsdóttur (SG) og Snorra Pál Jónsson Úlfhildarson (SP)

Ber bök og óvarin, viðbúin stöðluðum höggum og holskeflum.
Ósamhæfðir fætur, hver af sinni tegund, keppast við torfærur —
sameinast sönnunargögnum og nýskapa ummerki.
Þvælast í skömm milli skjólhúsa — lausnalaus mátun á sambrýndum hlutskiptaflötum.
Það blæðir, en ekki úr krossnegldum lófum: eilíf áminning um ó.f.g. syndina —
smjöri drifinn atvinnuverkurinn — ómar strítt úr innvortis stigmötum.
Einn nagli á kjaft og þaðan oní maga, kemur hann lóðréttur niður eða láréttur?
Enginn er óhultur — öll eru ef til vill sek.

Dagskrá

MAÐUR BÍÐUR og Í SKULD VIÐ RÉTTLÆTIÐ
— Tvö myndbandsverk (SP og SG) —
Kaffistofan, Hverfisgata 44
Opnun laugardaginn 20. september kl. 17
Opið 21. til 25. september frá kl. 17 til 21

ANNAÐ FÓLK
— Viðveruverk (SP) —
Kaffistofan, Hverfisgata 44
1. hluti: Vinnudagur, laugardaginn 27. september frá kl. 11 til 19
2. hluti: Hvíldardagur, sunnudaginn 28. september frá kl. 14 til 19

STATTU ÞIG STELPA
— Gjörningsmyndband (SG) —
29. september til 3. október
Staður og stund kynnt síðar

MANNAUÐSMOUNTAIN
— Skúlptúr (SG) —
Höggmyndagarðurinn, Nýlendugata 17a
Opnun þriðjudaginn 30. september kl. 19
Stendur í sex mánuði

LENGIST Í TAUMNUM
— Ljóðabók (SP) —
Útgáfubarningur fimmtudaginn 2. október
Staður og stund kynnt síðar

MÁF/VAVINAFÉLAGIÐ
— Stofnfundur og tilheyrandi seremóníur (SG og SP) —
Föstudaginn 3. október
Staður og stund kynnt síðar