Brynja Hjálmsdóttir

[án titils]

Kona leggur
ekkert inn
í bankann

Stendur ber eins og aumingi
í afgreiðslunni segir:
Mikið þætti mér nú gaman
að fá einn pening

Og gjaldkerinn segir:
Það eru engir peningar til
lengur
Bara skuldir
og þær máttu fá

eins margar
og þú mögulega getur riðið
heim í hlað