við erum þegar í sjálfheldu
búin að rúlla niður þverhnípi
brenna reipi
brenna skó
sitjum á syllu milli lifenda og dauðra
búin að ýta á alla rauðu takkana
snúa tveimur lyklum
drekka allt grunnvatnið
allan bjórinn og bolluna
búin að lifa áratugum saman í eftir —
eftir að–inu
eftir að við rústuðum öllu
segjandi sögur af því sem áður var
borðandi síðasta dósamatinn
án þess að vita hvaða dagsetning er
og án þess að vita hvort það sé í lagi.