„Þar sem frumsýning Þjóðleikhússins síðastliðið föstudagskvöld var óður til sannleikans er réttast að tala hreint út: Nú er öld heimskunnar. Lýðræðið hefur keyrt inn blindgötu; allar skoðanir eru metnar jafngildar burtséð frá því hvort þær byggja á þekkingu eða ekki. Afsprengi þessa er til að mynda sú einkennilega hugmynd, sem nú er viðtekin, að á löggjafarþingi eigi að sitja þverskurður þjóðarinnar en ekki þeir sem hæfastir eru til þess. Skynsemi má sín lítils. Kæfandi pólitískur rétttrúnaður er ríkjandi, gagnrýnin hugsun má víkja, tilgangurinn helgar meðalið og við slíkar aðstæður nær bókstafstrú og ofstæki máli. Þetta eru hættulegir tímar því heimskan nærir illskuna.“
Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar um Eldraunina í Þjóðleikhúsinu via Vísir – Heimskan nærir illskuna.