„Það er líka annað sem fólk veit kannski ekki um leikhúsið að þótt æfingaferlið sé átta vikur þá er maður búinn að vera að vinna með textann og sögulegan bakgrunn verksins miklu miklu lengur. Ég hef stundum sagt að vinna við sum hlutverk sé næstum eins og BA-ritgerð. Þetta tengist mannfræði, þetta tengist sálarfræði og heimspeki, þetta tengist svo mörgu. Við erum alltaf með söguna á bakinu og þurfum að spegla bæði tíma verksins og samtímann. Þar að auki er maður alltaf að vinna með myndlistarfólki og tónlistarfólki og það var í rauninni ótrúlegt frelsi að fá að vera sá sem leiðir hópinn, eða einn af þeim.“
Margrét Vilhjálmsdóttir í viðtali í Fréttablaðinu – Vísir – Fær útrás fyrir sagnfræðinginn í leikhúsinu.