Allt er þetta vel gert og lofar góðu framan af, en vandi höfundarins og sýningarinnar byrjar þó fyrst fyrir alvöru þegar tvinna á saman sögu fyrirtækisins og eigenda þess, persónulegri sögu nýja starfsmannsins Evu og sjálfstæðum sögum viðskiptavina fyrirtækisins af m.a. framhjáhaldi, kynferðislegu ofbeldi og sjálfsvígum. Þegar svo stjórnmálin og hið opinbera líf bætist líka við er eins og höfundurinn hafi færst fullmikið í fang. Hér hefði góður dramadurgur ef til vill getað greitt úr flækjunni og aðstoðað höfundinn við að velja bestu leiðina með áleitið efnið sem verkaði eins og ákall til áhorfenda um að gera gagnger reikningsskil í eigin lífi.Vandinn við að fyrirgefa – DV.