Útgáfuhóf Flæðarmáls í dag

Ljóða- og smásögusafnið Flæðarmál verður formlega gefið út í dag þann 22. maí og verður að því tilefni blásið til heljarinnar útgáfuhófs á Loft Hostel.

Fljótandi veitingar og aðrar í föstu formi, bókaflóð, "Hverjir voru hvar", upplestur úr bókinni og stórsveitin Kælan Mikla mun leika nokkur lög.

Bókin verður einnig til sölu á staðnum á litlar 2900 krónur, en þeir sem keyptu bókina á karolinafund fá bókina afhenda með áritun fyrir þá sem það kusu. Bæði ritstjórar og höfundar verða á svæðinu.

Höfundar bókarinnar eru:

Halla Þórlaug Óskarsdóttir, Bjargey Ólafsdóttir, Ingibjörg Magnadóttir, Árný Elínborg Ágsgeirsdóttir, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, Helga Ágústsdóttir, Þuríður Elfa Jónsdóttir og Júlía Margrét Einarsdóttir.

Ritstjórar: Ingibjörg Valsdóttir, Elín Valgerður Margrétardóttir, Ragna Ólöf Guðmundsdóttir, Rannveig Garðarsdóttir, Sigríður Ásta Árnadóttir og Inga Rósa Ragnarsdóttir.

via (4) Útgáfuhóf Flæðarmáls.